Sink hefur verðið notað í aldaraðir til að klæða þök og veggi. Sinkið hefur ótrúlega endingu og er almennt talað um að endingartíminn sé a.m.k. hundrað ár.
Falzonal er 0.7 mm þykkt og 600 mm breitt ál á rúllum. Álið er hannað til að skila hámarks vörn fyrir þök og veggi. Álið er læst saman með földum festingum og engin göt eru gerð á álið. Margir litir eru í boði og er klæðningin vönduð og falleg veðurkápa.
Panelklæðning er gerð úr 2 mm álplötum sem formaðar eru í panela ( tvær hliðar beygðar). Panelarnir eru síðan hnoðaðir á álundirkerfi en í boði eru tvennskonar kerfi, Triple-S og HG-kerfi. Hægt er að velja um hvort festingar eru sýnilegar eða faldar.
Etalbond samlokuklæðningar hafa reynst afar vel hér á landi. Hægt er að hafa mismunandi útfærslur á klæðningunni eins og með 2mm álið. Mikið litaúrval og mismunandi þykktir eru fáanlegar.