Karfan þín er tóm

Um Áltak

Fyrirtækið

Áltak er leiðandi fyrirtæki á íslenskum byggingamarkaði og hefur verið það frá stofnun þess árið 1997. Alla tíð hefur megin áhersla fyrirtækisins verið að veita heildarlausnir í álklæðningum og undirkerfum. Fyrirtækið hefur farið ört stækkandi og vöruframboð aukist til muna. Í dag bjóðum við upp á heildarlausnir í kringum klæðningar, hljóðvist, steypumót, iðnaðarhurðir, vöruhúsarekka og margt fleira.

Á starfsstöð Áltaks í Fossaleyni 8 fer fram framleiðsla báruáls í hinum ýmsu prófílum. Vegna nálægðar framleiðslu bjóðum við upp á mjög skamman afgreiðslutíma klæðninga.

Okkar markmið er að bjóða eingöngu upp á gæðaefni sem standast íslenskar aðstæður og hafa endingartíma sem mældur er í áratugum.

Áltak er hluti af Fagkaup ehf, kennitala 670169-5459, VSK nr. 11784

Gæðamál

Stefna og markmið:

Áltak leggur áherslu á veita viðskiptavinum sínum ávallt þjónustu í hæsta gæðaflokki, við höfum í raun einfalda stefnu og einföld markmið:

  • - Uppfylla væntingar viðskiptavina og veita bestu mögulega þjónustu.
  • - Vera ávallt með gæðaefni sem uppfylla ýtrustu kröfur.
  • - Ánægt, hæft og vel þjálfað starfsfólk.
  • - Gæða- og öryggisstaðlar framleiðenda þeirrar vöru sem Áltak er umboðsaðili fyrir, eru eftir hæstu gæðakröfum og með hliðsjón af ströngustu kröfum varðandi umhverfi, orkumál og endurnýtingu efna.

Meðal staðla sem vottuð gæðakerfi framleiðenda okkar fylgja eru ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001.

Starfsmenn

Smelltu hér til að sjá starfsmenn okkar.

Skilmálar

Smelltu hér til að sjá viðskiptaskilmála okkar.

Aðrar upplýsingar

Eftirfarandi ljósmyndir á síðunni koma frá 4H4 Photography – Lukas M. Czajkowski

https://4h4.photography/wp-content/uploads/2017/04/buildings_architcture_reykjavik.jpg?x27719
https://4h4.photography/wp-content/uploads/2017/04/architectural_photography_iceland_small.jpg?x27719
https://4h4.photography/wp-content/uploads/2017/04/building.jpg?x27719