Karfan þín er tóm

Upplýsingar um vöru

Vörunúmer: WEB_VKL_SAB

Samlokueiningar (Yleiningar) eru án efa hagkvæmustu lausnir á útveggjum og þökum. Með einni einingu sem skrúfuð er á stál- eða tréburðargrind er kominn fullbúinn útveggur og/eða þak - fullbúið utan og innan.

Einingarnar eru byggðar upp af stálklæðningu að utan - einangrunarkjarna - og fullbúnu innra byrði úr stáli. Hægt er að velja úr fjölda lita og litakerfa utan og innan.

Á Íslandi eru mjög strangar kröfur um brunaþol og við hjá Áltak þekkjum reglurnar og bjóðum einungis það sem hentar hverju verkefni.
Við bjóðum heildarlausnir í samlokueiningum.

Sabprofiel framleiðir hágæða samlokueiningar fyrir bæði vegg- og þakklæðningar. Samlokuklæðningar frá Sabprofiel fást í mörgum stærðum og gerðum en með samlokuklæðningum er óþarfi að einangra sérstaklega fyrir innan klæðningu. Hægt er að fá klæðningar með 30 mínútna brunaþol.

Eiginleikar
Nafn eiginleika Gildi eiginleika
Tegund Þakklæðning
Gerð Báruklæðning
Undirgerð Ylklæðning