Karfan þín er tóm

Upplýsingar um vöru

Vörunúmer: WEB_EAB_CUBIC

Cubik innkeyrslukerfið fyrir brettarekka byggir á reyndri og þaulprófaðri hönnun þar sem öryggi og virkni eru í fyrirrúmi, t.d. er stöðugleiki tryggður með þverböndum sem eru fest að aftan og ofan á rekkunum.

Kerfið uppfyllir allar öryggiskröfur norræna INSTA 252 staðalsins (sænska tilvísunarnúmerið er SS2644), þar sem er að finna fyrirmæli um efnisval, stærðir, prófanir samsetningu og merkingar.

Uppistöður, þverbönd og fótplötur, sem og sérstyrkti sökkulprófíllinn eru galvaniseraðar. Brettaslár, festijárn og toppfestingar eru einnig galvaniseraðar. Hægt er að bjóða sérval í litum.

Burðarþol er sérreiknað fyrir hvern rekka og byggir á upplýsingum um verkefnið eins og þyngd, stærð, breidd og hve margar hæðir rekkinn er.

Rekkarnir afhendast tilbúnir með uppistöðum, þverböndum, fótplötum, brettaslám, festjárnum, toppstykkjum sem og skrúfum og róm. Í öllum sendingum er að finna skilti með burðarþolsupplýsingum sem skal festa á áberandi stað.

Eiginleikar
Nafn eiginleika Gildi eiginleika
Tegund Brettarekkakerfi
Gerð EAB Innkeyrslurekkar
Hæð Ýmsar hæðir mögulegar
Breidd Ýmsar breiddir mögulegar
Dýpt Ýmsar dýptir mögulegar
Litur Stállitað/Appelsínugult
Efnisgerð Galv. stál