Karfan þín er tóm

Upplýsingar um vöru

Vörunúmer: WEB_EAB_ALFA

ALFA brettarekkakerfi frá EAB eru byggð á prófunum og reynslu þar sem öryggi og virkni eru í fyrirrúmi. Allt rekkakerfið byggir á aðeins tveimur einingum - römmum og slám. Stöðugleiki byggist á rammavirkinu. Öryggislás fyrirbyggir að brettaslám sé lyft úr sæti sínu fyrir mistök.

EAB brettarekkar uppfylla öryggiskröfur skv. INSTA 250 - Skandinavískan staðal SS2240 sem inniheldur kröfur varðandi val á efni, þolvik í stærðum, samsetningu og merkingar o.s.frv. EAB brettarekkar standast allar kröfur varðandi stærðar þolvik og aðlögun sem gerðar eru til rekkakerfa í alsjálfvirkum vöruhúsum.

ALFA brettarekkar eru galvaniseraðir rammar en dufthúðaðir bitar (powder-coated). Standardlitur á slám og öðrum hlutum er appelsínugult. Möguleiki er á öðrum litum til að mæta óskum viðskiptavina.

Þeir hlutir sem rammarnir eru byggðir upp af eru afhentir í sömu pakkningu. Þ.e. uppistöður, stífur, fótplötur og allir festihlutir. Í öllum pakkningum eru samsetningar- leiðbeiningar sem gera samsetningu einfalda og fljótlega. Brettaslár eru afhentar tilbúnar með öryggislás. Hleðsluleiðbeiningar fylgja með öllum rekkakerfum. Þessum upplýsingum skal að koma fyrir á áberandi stað.

Við erum með margvíslega aukahluti á lager: bita og hillur í brettarekka, millislár, ramma, útdragalegar hillur ofl.

Eiginleikar
Nafn eiginleika Gildi eiginleika
Tegund Brettarekkakerfi
Gerð EAB ALFA
Hæð 2000 - 8000 mm
Litur Stállitað/Appelsínugult
Efnisgerð Galv. stál