Karfan þín er tóm

Upplýsingar um vöru

Vörunúmer: WEB_EAB_RULLUREKKAR

EAB rúllurekkarnir eru settir upp eftir því sem við á hvort heldur fyrst inn-fyrst út eða fyrst inn-seinast út.

EAB rúllurekkar byggja á þrautreyndu kerfi þar sem öryggi og virkni eru í fyrirrúmi. Þeir eru aðlagaðir óskum viðskiptavinarins. Það þýðir að úr breiðu úrvali er að velja hvað varðar hæð og dýpt rekkanna. Hægt er að fá EAB rúllurekka fyrir frystigeymslur.

EAB rúllurekkar uppfylla allar öryggiskröfur norræna staðalsins INSTA 250, sem meðal annars fjalla um efnisval, stærðir, prófun, uppsetningu og merkingar.

Rekkarnir eru lakkaðir með sterku duftlakki. Standardlitir: Burðarbitarnir lakkast appelsínugulir, uppistöður, stífur og aðrir hlutar eru galvaniseraðir. Rúllurnar eru ómeðhöndlaðar. Hægt er að fá þær raflgalvaniseraðar.

Í öllum tilvikum eru rúllurekkarnir sérhannaðir og teiknaðir upp hjá framleiðsludeild EAB áður en til framleiðslu kemur.

Eiginleikar
Nafn eiginleika Gildi eiginleika
Tegund Brettarekkakerfi
Gerð EAB Rúllurekkar
Hæð Ýmsar hæðir mögulegar
Breidd Ýmsar breiddir mögulegar
Dýpt Ýmsar dýptir mögulegar
Litur Stállitað/Appelsínugult
Efnisgerð Galv. stál