HG-kerfið hentar undir allar gerðir klæðninga. Kerfið hentar jafn vel fyrir steypt hús, timburhús og stálgrindarhús hvort sem er notuð einangrun eður ei. Helsti kostur HG-kerfisins er sá að það er hægt að setja það yfir einangrunina, þannig er hægt að setja einangrunina fyrst á til að spara tíma og fyrirhöfn.
Ef engin einangrun er notuð þá er hægt að fara niður í 40mm frá vegg.
Vinklar (skúffur) í HG - kerfinu fást í þremur stærðum:
- 34 mm
- 52 mm
- 70 mm
Kerfið samanstendur af:
- Vinklar (skúffur), val um þrjár stærðir.
- F- og U- leiðarar, 5.7 m langir
- Borskrúfur rústfríar 4,8×20 mm
- Múrboltar, heitgalv. 4,8×72 mm