Bergmál og hávaði eru ein algengasta orsök þreytu og einbeitingaleysis. Við bjóðum uppá frábæra lausn á hlóðvistar vandamálum.
Ecophon SOLO plöturnar hafa reynst einstaklega vel þar sem þær hafa verið notaðar s.s. heimilum kennslustofum, skrifstofum og opnum rýmum. Síðastliðin ár er búið að byggja gríðarlega mikið af húsnæðum í svo kölluðum mínimalista (opin rými, fá húsgögn, flísar á gólfum og hörð efni í lofti og veggjum). Þessi byggingastíll er ekki hljóðvistar vænn. Harðir hlutir gleypa ekki í sig hljóð. Þ.a.l. verður oft mjög ónotanlegt í þessum rýmum. Ecophon SOLO plöturnar draga úr bergmáli og glymjanda og þar með hjálpa til að gera rýmið notalegt og þægilegt án þess að spilla útlitinu.