Karfan þín er tóm

Upplýsingar um vöru

Vörunúmer: WEB_RENNUR_KOPAR

Kopar er eðalmálmur sem hefur verið notaður í aldaraðir til að klæða þök og veggi. Koparinn hefur ótrúlega endingu og má nefna að til eru yfir þúsund ára gömul koparþök.

Kopar er mjög auðveldur í vinnslu og hafa arkitektar og iðnaðarmenn hrifist mjög af eiginleikum hans í gegnum tíðina. Á yfirborði kopars myndast náttúruleg patína sem ver hann gegn tæringu og myndar fallegan náttúrulegan lit.

Hægt er að fá KME® koparinn forveðraðan og í mismuandi málmblöndum. TECU® Classic er hreinn kopar sem veðrast með tíð og tíma og verður á endanum grænn. TECU® Patina er forveðraður kopar þar sem yfirborðið er þegar grænt. TECU® Oxid er forveðraður þannig að hann hefur dökka brúnleita áferð. Einnig eru í boði TECU® Zinn , TECU® Brass og TECU® Bronze.

Áltak hefur undanfarin ár haldið námsskeið fyrir blikksmiði í læstum málmklæðningum og því er til í landinu mikil verkþekking varðandi klæðningar með kopar.

Áltak er hönnuðum innan handar við allar útfærslur, við eigum mikið magn teikninga og deililausna, auk þess sem við erum í sambandi við færustu hönnuði hjá KME®. Okkar markmið varðandi koparinn er eins og á öðrum sviðum er að veita heildarlausnir sem virka miðað við íslenskar aðstæður.

Þakrennur og niðurföll
Áltak er með á lager gæða þakrennur og niðurföll frá KME® ásamt öllum festingum, beygjum og samtengingum.

Eiginleikar
Nafn eiginleika Gildi eiginleika
Tegund Þakrennur
Gerð KME kopar
Efnisgerð Kopar