Karfan þín er tóm

Upplýsingar um vöru

Vörunúmer: WEB_KRINNER_FRDST

Afturkræfar framkvæmdir ferðamannastaða

Samkvæmt Umhverfisstofnun eiga allar framkvæmdir á vernduðum svæðum að vera afturkræfar, sem þýðir að hægt sé að fjarlægja framkvæmdir án þess að þær skilji eftir sig ummerki og að framkvæmdir skilji litlu sem engu raski.

Við hjá Áltak ehf erum að selja Krinner skrúfur í margvíslegar framkvæmdir um allt land. Þessar skrúfur henta mjög vel fyrir skilti, palla, fánastangir, vegrið, gerð stíga , vegatálma, vega stikur og svo lengi má telja.

Við notkun Krinner skrúfa verður **EKKERT ** jarðrask, þær koma í stað steyptra sökkla sem tekur amk 2 daga í framkvæmd , en aðeins tekur um 5 mínútur að skrúfa eina Krinner skrúfu niður!!!

Krinner skrúfur eru afturkræfar því ekkert mál er að skrúfa þær aftur upp og grær jarðvegurinn að öllu leyti á örskömmum tíma.