Karfan þín er tóm

Upplýsingar um vöru

Vörunúmer: WEB_EAB_GREINAREKKAR

Fyrir framan þig er mesta úrval greinarekka sem völ er á. Úrvalið býður upp á þúsundir mismunandi samsetningarmöguleika sem auðvelda að búa til sérsniðnar lausnir fyrir vöruhús þar sem geyma þarf langar vörur. Greinarekkana er hægt að fá með örmum á annarri hlið eða báðu megin og einnig fyrir létta og þunga byrði.

Greinarekkar fyrir þunga byrði eru einnig fáanlegir í mismunandi útgáfum eftir því til hvers þeir eru ætlaðir. EAB vöruhúsabúnaður er eingöngu framleiddur í verksmiðju okkar í Smålandsstenar í Svíþjóð. Við getum því lofað skjótri afhendingu á réttum tíma og einnig útbúið lausnir sem henta hverju vöruhúsi á góðu verði. Hins vegar er líklegast að réttu lausnina sé að finna í breiðu vöruúrvali okkar.

EAB lausn sem endist
Endingin er helsta sérkenni EAB. Hugsun okkur fyrir smáatriðum og gæðum eru hluti af öllu sem við gerum, allt frá vali á efni til framleiðslu, afhendingar og samsetningar. Endingin er einnig einkennandi fyrir tengsl okkar við viðskiptavini, birgja og starfsfólk.

Öryggiskröfur
Greinarekkarnir frá EAB upfylla allar öryggiskröfur norræna INSTA 253 staðalsins (sænska tilvísunarnúmerið er SS 2643), þar sem er að finna fyrirmæli um efnisval, stærðir, prófanir, samsetningu og merkingar.

Yfirborðsmeðhöndlun
Greinarekkarnir frá EAB eru lakkaðir með slitþolinni dufthúð. Staðallitir eru grár fyrir uppistöður og orange fyrir arma. Mögulegt er að fá einingarnar málmhúðaðar.

Afhending
Rekkarnir eru afhentir tilbúnir með uppistöðum, örmum, þverbilum, skrúfum og róm. Greinarekkarnir frá EAB eru auðveldir í samsetningu þegar stuðst er við leiðbeiningarnar sem fylgja. Öllum sendingum fylgir einnig burðþolsmerking sem ætti að setja upp þar sem hún sést greinilega.

Eiginleikar
Nafn eiginleika Gildi eiginleika
Tegund Greinarrekkakerfi
Gerð EAB Cantilever
Hæð 2000 - 6000 mm
Litur Grálitað/Appelsínugult
Efnisgerð Galv. stál