Karfan þín er tóm

Upplýsingar um vöru

Vörunúmer: WEB_EAB_OMEGA_AUKA

Við erum með margvíslega aukahluti á lager: bita og hillur í brettarekka, millislár ofl. Hér fyrir neðan er upptalning á helstu aukahlutum sem eru í boði frá framleiðanda.

Rammavörn hæð 400 mm - til festingar í gólf.

Rammavörn hæð 400 mm með PU-fjöður – til festingar í gólf. Notast með PU-fjöður

Ákeyrsluvörn hæð 400 mm – fyrir endaramma og lyftaraganga. Fást bæði fyrir einfalda og tvöfalda rekka. Hæð 400 mm.

Öryggisslá lárétt - fest aftan á rekka, varnar því að bretti sé ýtt of langt inn í rekkan.

Öryggisslá lóðrétt - fest aftan á rekka, varnar því að bretti sé ýtt of langt inn í rekkan.

Fótplata – mjög góð festing í gólf og ver neðsta hluta stoðarinnar.

Stoðarstyrking 90/110 lág – til festingar með fótplötu. Ver stoðina mjög vel án þess að taka nokkuð aukapláss. Hæð 150 mm.

Stoðarstyrking 90/110 há - til festingar með fótplötu. Gefur bestu vörn á þeim hluta stoðarinnar sem helst verður fyrir hnjaski. Hæð 760 mm.

Stoðarstyrking 90/110 há - festist í stoðina og gólfið. Hægt að nota þó biti sé lágt staðsettur.

Eiginleikar
Nafn eiginleika Gildi eiginleika
Tegund Aukahlutir
Gerð EAB OMEGA
Litur Stállitað/Appelsínugult
Efnisgerð Galv. stál