Karfan þín er tóm

Upplýsingar um vöru

Vörunúmer: WEB_ECOPHON_SOLO

Bergmál og hávaði eru ein algengasta orsök þreytu og einbeitingaleysis. Við bjóðum uppá frábæra lausn á hlóðvistar vandamálum.

Ecophon SOLO plöturnar hafa reynst einstaklega vel þar sem þær hafa verið notaðar s.s. heimilum kennslustofum, skrifstofum og opnum rýmum. Síðastliðin ár er búið að byggja gríðarlega mikið af húsnæðum í svo kölluðum mínimalista (opin rými, fá húsgögn, flísar á gólfum og hörð efni í lofti og veggjum). Þessi byggingastíll er ekki hljóðvistar vænn. Harðir hlutir gleypa ekki í sig hljóð. Þ.a.l. verður oft mjög ónotanlegt í þessum rýmum. Ecophon SOLO plöturnar draga úr bergmáli og glymjanda og þar með hjálpa til að gera rýmið notalegt og þægilegt án þess að spilla útlitinu.

Staðreyndir um Ecophon
- Ecophon plöturnar eru prófaðar af Danska gæðaeftirlitinu, sem setur þær í sinn besta flokk.
- Ecophon hefur vottun frá Norrænu Umhverfissamtökunum.
- Ecophon plöturnar eru vottaðar af sænsku astma og ofnæmissamtökunum
- Cleanroom class M3,5/100

Betri líðan
Hvort sem það er heimafyrir, á matsölustöðum eða í fyrirtækjum, ef mikill glymur og bergmál er til staðar þá líður engum vel.
Með réttri hljóðdempun er auðvelt að koma fyrir slíkt og má með réttu segja að góð hljóðdempun og betri líðan og einbeiting fer saman.

Tegundir
Solo plöturnar koma í mörgum stærðum og gerðum. Hægt er að líma þær eða festa með sér upphengjum.

Yfirborð og litir
Ecophon eru glerullarplötur sem eru með Akutex yfirborði sem er mjög sterkt og þolir vikulegan þvott með rökum klút og einnig má ryksuga þær.Þær hafa mjög gott hljóðísog, með því betra sem gerist. Stærðir, litir og möguleikar á upphengikerfi eru ótrúlega miklir.

Eiginleikar
Nafn eiginleika Gildi eiginleika
Tegund Hljóðvistarplötur
Gerð Ecophon Solo
Þykkt 40 mm
Breidd 1200 mm
Lengd 1200-3000 mm