Karfan þín er tóm

Upplýsingar um vöru

Vörunúmer: WEB_EAB_HILLUR

EAB hillukerfið er einstaklega stöðugt. Galdurinn liggur í einstakri hönnun á uppistöðum, hliðum og hillum. Hillukrókar festa hillu á réttan máta á auðveldan hátt. Þetta er stöðug og sterk lausn sem hentar bæði í minni geymslurými sem og stórum vörulagerum.

Hillur eru til í mismunandi dýptum og hæðum. Hægt er að fá hillurnar opnar eða lokaðar, einnig er hægt að loka bökum ef óskað er.

Hægt er að sérpanta þrönggangakerfi sem gefa hámarks nýtingu á hæðina, uppbyggðir með þröngum göngum þar sem
vara er týnd niður með þrönggangalyfturum.

Hægt er að sérpanta fjölhæðahillur sem er önnur lausn sem gefur góða nýtingu á hæðina. Milligólf gerir það að verkum að greiður aðgangur fæst að öllum hillum í þá hæð er þurfa þykir. Þetta gefur einkar góða nýtingu á lagerrými.

EAB uppfyllir allar öryggiskröfur INSTA 251 sem er Skandinavískur staðall og SS2241 sem er Sænskur staðall er gefur til kynna gæði er varða efni, skil-greiningar á stærðum, samsetningum og merkingu.

EAB hillur eru framleiddar úr heitgalvanhúðuðu stáli. Staðallitir eru gráar uppistöður en hillur, hliðar, bök og skiftispjöld eru ómálaðar.

Hillukerfið er afhent með öllum fylgihlutum er til þarf til uppsetningar. Leiðbeiningar fylgja með kerfinu sem auðveldar alla uppsetningu.

Eiginleikar
Nafn eiginleika Gildi eiginleika
Tegund Hillukerfi
Gerð EAB
Litur Grár
Efnisgerð Galv. stál

Handfang á vegg

Handfang úr stáli til festingar á vegg
Galvanhúðað
Vörunúmer: SI361164
16.653 kr.
Til á lager

Múrboltar

Erum með múrbolta í mörgum stærðum í heitgalv. og rafgalv.
Vörunúmer: WEB_FEST_MRBLT
Senda fyrirspurn fyrir þessa vöru:

Bogamót

Eigum mikið magn bogamóta sem eru fljótleg og auðveld í notkun.
Með bogamótum er hægt að móta radíus frá 3,5 og uppúr. Hægt er að minnka radíus allt niður í 2.5 m og jafnvel neðar en þá þarf að skipta um krossvið.
Mótin eru 3.6 m á hæð og hægt að hækka upp í 4.8 m.
Strekkjarar eru skrúfaðir í réttan radíus, fljótlegt og auðvelt.
Að ætla að slá upp bogavegg á staðnum, kaupa timbur, saga út radius, kaupa krossvið og þurfa síðan að rífa allt aftur og henda stórum hluta á haugana borgar sig ekki miðað við að taka bogamótin á leigu hjá okkur.
Vörunúmer: WEB_CIRCULAR_H20
Senda fyrirspurn fyrir þessa vöru: