Karfan þín er tóm

Nýjungar í gaumlúgum

þriðjudagur, 18. ágúst 2020
Nýjungar í Gaumlúgum

Áltak kynnir nýjan birgja, fjölskyldufyrirtækið Upmann frá Þýskalandi. Upmann var stofnað 1937 og hafa þeir því meira en 80 ára reynslu af byggingamarkaði um allan heim.

Upmann eru sérfræðingar í gaumlúgum og bjóða upp á breiðar vörulínur sem henta öllum aðstæðum. Vörur Upmann henta fullkomlega inn í vörulínur Áltaks þar sem áherslan er á að bjóða eingöngu upp á gæðaefni sem stenst íslenskar aðstæður.

Áltak hefur hafið sölu á breiðri vörulínu þeirra í gaumlúgum og verður hluti vörulínu þeirra sem lagervara hjá okkur. Upmann býður einnig upp á mjög stuttan afgreiðslutíma sérpantana.

SOFTLINE snap lock

Lúga með smelli lás og henta fyrir bæði loft og veggi. Lás sést ekki utan frá og því verður lúgan ekki eins áberandi.
Stærðir fáanlegar frá 100x100 mm upp í 800x800 mm en sérsmíði einnig í boði. Hluti af stöðluðum stærðum verður lagervara hjá Áltak.

Nánari upplýsingar

SOFTLINE square lock

Lúga með lás sem opnaður er utan frá og henta fyrir bæði loft og veggi. Mismunandi lásar í boði.
Stærðir fáanlegar frá 100x100 mm upp í 600x600 mm en sérsmíði einnig í boði. Hluti af stöðluðum stærðum verður lagervara hjá Áltak.
Nánari upplýsingar
ALU - STAR gifs lúgur

ALU-STAR lúgurnar eru ætlaðar í gifsveggi og loft. Lúgurnar eru með álramma og  stuðningsvír sem heldur við lúguna þegar hún er opnuð.
Lúgurnar eru með smellulás sem opnast og lokast þegar ýtt er á hana. Hægt er að Skipta út gifsplötu í hurð.
Stærðir fáanlegar frá 200x200 mm upp í 1200x1200 mm en sérsmíði einnig í boði. Hluti af stöðluðum stærðum verður lagervara hjá Áltak.
Nánari upplýsingar

Breið vörulína

Upmann er með mjög breiða vörulínu og er því hægt að finna gaumlúgu sem hentar hverju sinni. Þeir bjóða upp á Fire-Star línu sem eru brunalúgur bæði í sýnilegum lúgum sem og gifslúgum. Brunaþol frá EI30 upp í EI120.
Alla vörulínu Upmann má skoða hér
FacebookFacebook
www.altak.iswww.altak.is

ÁltakI Fossaleyni 8 I 110 Reykjavík IS: 577 4100