EN
Fyrirtækið

Aðalsími

  577 4100

Opið alla virka daga

  8:00-17:00

Karfan þín er tóm

Ný vefsíða í loftið

Frétt birt föstudagur, 3. maí 2019

Ágæti viðskiptavinur,

Það er okkur sönn ánægja að frumsýna fyrir þér nýja heimasíðu Áltaks. Heimasíðan er ætlað að verða öflugur vettvangur þjónustu til viðskiptavina á vefnum. Síðuna er hægt að nýta til að fá upplýsingar um vöruúrval, tækniupplýsingar, vörusamanburð og einnig er hægt að skoða reikninga viðkomandi viðskiptavinar. Viðmót síðunar er afar einfalt og hægt er að stofna aðgang gegnum innskráningu á forsíðu eða með því að smella hér.

Síðan hefur einnig að geyma upplýsingar um fyrirtækið, starfsfólk, staðsetningu, opnunartíma, vörutilboð, fréttir og annan fróðleik.

Þrátt fyrir að síðan sé nú komin á veraldarvefinn, erum við hvergi nærri hætt og viðskiptavinir mega svo sannanlega eiga von á nýjungum þegar líður á. Við erum ennfremur mjög áhugasöm um að fá ábendingar frá viðskiptavinum um það sem betur megi fara í netfangið vefur@altak.is eða gegnum sölumenn.

Við látum síðuna "tala sínu máli" og hvetjum þig til að vafra um og sjá hvað hún hefur upp á að bjóða.

Með kveðju,

Starfsfólk Áltaks.