Karfan þín er tóm

Hljóðvistarlausn í Sunnusmára

þriðjudagur, 1. desember 2020

Skemmtilegt verkefni í fallegri íbúð í Sunnusmára sem sneri að hljóðvistarlausnum. Lífstílsfrömuðurinn Arnar Gauti kíkti í heimsókn og sýnir okkur árangur þessa skemmtilega verkefnis. Hvetjum alla til að horfa.

Ef hljóðvistin heima sem margir tengja við bergmál, er slæm, getur það haft mikil áhrif á lífsgæði fólks. Mjög margir átta sig ekki á áhrifum lélegrar hljóðvistar á lýðheilsu. Þreyta, höfuðverkur jafnvel pirringur eftir matarboð? Barnaafmæli? eða jafnvel bara eftir hefðbundið heimilishald? Þá gæti verið full þörf á að bæta hljóðvist heimilisins.