Karfan þín er tóm

Þjónusta

Heildarlausnir

Sérhæft starfsfólk Áltaks er ávallt til reiðu varðandi útfærslur og lausnir á hinum ýmsu byggingarhlutum. Við leggjum metnað okkar í að bjóða heildarlausnir, og seljum við því allt sem þarf til að ljúka verkinu á réttan hátt þannig að tryggt sé að öll efni eigi rétt saman svo ekki komi til skemmda síðar vegna rangrar efnisnotkunar.

Í utanhúsklæðningunum eru klæðningarnar frá Alcan-Novelis, með sinni einstöku PVDF litarhúð, ásamt viðeigandi undirkerfum fyrirferðamestar.

Auk álklæðninga frá Alcan-Novelis erum við með samlokuálklæðningar frá Alpolic og Alucobound.
Áltak er umboðsaðili fyrir VM ZINK og bíður heildarlausnir varðandi sinkklæðningar, undirkerfi og festingar. Einnig er Áltak með Kopar frá KME auk úrval aukahluta.

Áltak býður einnig þekkt merki í kerfisloftum, kerfisveggjum, tölvugólfum, þakgluggum ofl. Við einsetjum okkur að eiga ávallt á lager öll helstu efni og liti.

Þjónusta

Áltak kappkostar að þjónusta viðskiptavini sína á alla lund bæði fljótt og vel. Við veitum ráðgjöf við efnisval og útfærslur, útvegum teikningar af deililausnum og álagsútreikninga. Við gerum sundurliðuð tilboð í öll verk smá og stór. Magntökum af teikningum eða gerum tilboð samkvæmt uppgefnum magntölum og forsendum. Við leggjum áherslu á að allt efni sem til þarf, sé innifalið í tilboðum okkar. Við útvegum efnis- og gæðavottorð og allar upplýsingar sem krafist er varðandi efnin frá okkur.

Við bjóðum viðskiptavinum upp á reikningsviðskipti þar sem öll vörukaup eru færð í reikning og er hvert úttektartímabil almanaksmánuðurinn. Uppsöfnuð viðskiptaskuld er með gjalddaga 1. dag næsta mánaðar og eindagi er 15. þess sama mánaðar.
Hægt er að fræðast betur um reikningsviðskipti og nálgast umsókn hér.

Endurbætur

Þegar kemur að endurbótum á eldra húsnæði skiptir miklu að skoða alla valmöguleika í stöðunni. Ef til stendur að endurnýja veggja- eða þakklæðningu eða að klæða yfir sprungnu útveggina, hefur Áltak lausnir sem falla að öllum húsum og húsagerðum.

Við bjóðum upp á heildarkerfi, slétta klæðningu, báraða, bylgjaða, stallaða, panel, læsta með sýnilegum festingum eða þar sem engin festing sést. Útfærslur, litamöguleikar og litasamsetningar eru nánast bara eftir hugmyndaflugi hvers og eins.

Nýbyggingar

Efnisval skiptir hvað mestu máli þegar hugað er að gæðum og endingu mannvirkja. Sami tími og kostnaður er við uppsetningu á ódýru og endingarlitlu efni eins og gæðaefni. Kostnaður við að fara í gæðaefni er því oftast óverulegur hluti af byggingarkostnaði og skilar sér undantekningalaust á fáum árum og/eða strax í hærra verði á mannvirkinu. Áltak einsetur sér að vera einungis með gæðaefni og heildarlausnir á hverju sviði.

Tilboðsgerð

Við gefum sundurliðuð tilboð í öll verk smá og stór. Allt sem við þurfum eru teikningar, fermetrafjöldi eða forsendur og við reiknum út allt efni sem þarf til að ljúka viðkomandi verkþætti. Hafðu samband eða sendu okkur beiðni í tölvupósti og við gerum þér tilboð fljótt og vel.